Terms of service

 

Vöruskil

Þegar vara er keypt í vefverslun er hægt að skila vöru innan 14 daga frá því að kaup ganga í gegn. Hægt er að skipta í aðra vöru, fá inneignarnótu eða fá vöruna endurgreidda.

Til þess að hægt sé að skila vöru verður varan að vera í upprunalegu ástandi, ónotuð með verðmerkingum og í upprunalegum pakkningum. Skóm ber að skila í  skókassa. 

Til þess að nýta þennan rétt þurfa viðskiptavinir að koma því á framfæri við Andrá í gegnum síma eða tölvupósti á andra@andrareykjavik.is

Andrá ber ekki ábyrgð á vörum þangað til að hún berst aftur til okkar. Best er að tryggja endursendingar og hafa þær rekjanlegar.

Það er einnig í boði að skila vörum í búðinni.

 

Endurgreiðslur

Við kaup á vörum í vefverslun bjóðum við viðskiptavinum okkar uppá að skila og hætta við kaup gegn endurgreiðslu innan 14 daga frá því að kaup ganga í gegn. Við látum þig vita þegar við höfum móttekið vöruna sem á að skila og ef hún er í upprunalegu ástandi og skilin samþykkt endurgreiðum við þér með sama greiðslumáta og greitt var fyrir vöruna. Vinsamlegast athugið að það getur tekið nokkra daga fyrir endurgreiðslu að fara í gegn hjá kortafyrirtækjum.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur


Skipti á vörum

Skipti á vörum er í boði í verslun Andrá Reykjavík. Hægt er að hafa samband við Andrá í gegnum síma eða tölvupóst og láta vita hvaða vöru viðskiptavinur vill fá í staðinn. Viðskiptavinur þarf þá að senda upprunalegu vöruna til okkar áður en við getum sent nýju vöruna af stað.

 

Útsölur og aðrar undantekningar við vöruskil:

Skila-/skiptiréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu. Einungis er hægt að skipta útsöluvörum í aðrar útsöluvörur. 

 

Gallar:

Vinsamlegast kannaðu ástand vörunnar við afhendingu. Ef þú telur að varan uppfylli ekki þau skilyrði sem hún á að gera, sé gölluð eða skemmd hafðu samband við okkur strax og við reynum að leysa úr málinu hratt og örugglega. Sé um galla að ræða bætum við vöruna með viðgerð, skiptum og eða endurgreiðum eftir því sem við á í hverju tilfelli fyrir sig og í samræmi við lög um neytendakaup nr. 48/2003.