Shipping policy

Pantanir

Andrá Reykjavík tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti.

 

Afhending á vöru

Þegar þú verslar í vefverslun Andrá Reykjavík  getur þú valið á milli þess að sækja í Andrá Reykjavík á Laugavegi 16 eða fá pöntunina þína heimsenda. 

Þegar þú velur að sækja, getur þú nálgast pöntunina þína í Andrá Reykjavík á Laugavegi 16. Við sendum skilaboð um leið og varan er tilbúin til afhendingar ekki síðar en næsta virka dag gegn framvísun á sölukvittun.

Allar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun. Tími frá pöntun til afhendingar er venjulega 1-4 virkir dagar, fyrir vöru sem til er á lager.

Kaupandi á rétt á að hætta við pöntun ef tafir verða á afgreiðslu. Kaupandi ber ábyrgð á að ganga úr skugga um að gefa upp rétt heimilisfang við pöntun.

Kaupandi fær skilaboð í tölvupósti þegar við afgreiðum vöruna frá okkur. 

Verð

Andrá áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun. Öll verð í vefverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti .

 

Sendingarkostnaður

Andrá Reykjavík býður upp á fría sendingu með Dropp um allt land þegar verslað er fyrir 10.000 kr eða meira.

Sendingarkostnaður fyrir pantanir undir 10.000 kr bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram.