Privacy policy

Persónuverndarstefna

Í eftirfarandi persónuverndarstefnu kemur fram hvernig andrareykjavik.is safnar og vinnur þær persónuupplýsingar sem að þú þarft að veita til þess að nýta þér þjónustu síðunnar og versla við okkur.

Reynimýri 21, kt. 480321-0220  er eigandi verslunarinnar Andrá Reykjavík sem starfrækt er á netinu og að Laugavegi 16, 101 Reykjavík. Reynimýri 21 er ábyrgðaraðili persónuupplýsinga sem geymdar eru og vinnslu þeirra af hálfu verslunarinnar. Andrá Reykjavík leggur sig fram við að uppfylla ýtrustu kröfur um persónuvernd og er þessi stefna í samræmi við gildandi persónuverndarlög. 

Andrá Reykjavík heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingarnar verða ekki afhentar þriðja aðila nema í þeim tilgangi að efna viðskiptasamning.

 

Persónuupplýsingar: 

Allar upplýsingar sem auðkenna þig eða væri hægt að nota í þeim tilgangi teljast til persónuupplýsinga. Dæmi um slíkt er nafnið þitt, tengiliðaupplýsingar þínar eða kaupsaga þín.

Til þess að uppfylla þá þjónustu sem að Andrá Reykjavík býður er nauðsynlegt fyrir okkur að nota og vinna með persónuupplýsingar um þig. Dæmi um persónuupplýsingar sem að við notum eru; 

- Nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang, símanúmer, tengiliðaupplýsingar, kennitala, reiknings- og greiðsluupplýsingar þínar.

Þegar vara er pöntuð í vefverslun Andrá Reykjavík eru upplýsingar um greiðslukort aðeins vistaðar rétt á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. SaltPay geymir korta upplýsingarnar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslu síðunni sjálfri. Um leið og pöntunin er staðfest og viðskiptavinur fær staðfestingu í hendurnar verður öllum upplýsingum um greiðslukortið eytt samstundis úr kerfinu. Kortaupplýsingarnar eru því alltaf öruggar meðan á öllu ferlinu stendur.

Þjónustuaðilar og verktakar

Í sumum tilvikum notar Andrá Reykjavík þjónustu þriðja aðila til að sinna þjónustu fyrir okkar hönd. T.d. við vinnslu á debet- og kreditkortafærslum og vöruflutninga. Andrá Reykjavík hefur einnig gert samning við þriðja aðila um skýjaþjónustur. Skýjaþjónusta er netþjónusta sem gerir einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nota hugbúnað og tækni hjá þriðja aðila. Til að mynda felst slík þjónusta í varðveislu upplýsinga í netþjónum, tölvupóstþjónum og veflausnum. Slíkir þjónustuaðilar hafa í gildi viðeigandi stefnur og verkferla til að tryggja að upplýsingar sem þeir meðhöndla séu varðveittar með öruggum hætti hverju sinni. Andrá Reykjavík notar sem stendur skýjaþjónustu þar sem upplýsingar eru varðveittar í Bandaríkjunum og innan EES-svæðisins.

Vafrakökur (e. cookies)

 Vafrakökur eru smáar textaskrár sem eru geymdar á tölvunni þinni eða á netþjóni. Andrá Reykjavík notar vafrakökur  (e. cookies) til að veita þér betri þjónustu og sníða hana að þínum þörfum.

Í sumum tilfellum söfnum við upplýsingum á vefnum okkar í gegnum tímabundnar vafrakökur. Þessar vafrakökur hverfa þegar þú lokar vafranum. Þær geymast ekki á harða disknum heldur aðeins á tímabundnu minni sem eyðist þegar þú lokar vafranum. Við notum tímabundnar vafrakökur til dæmis til að komast að því hvernig vefurinn okkar er notaður þannig að við getum bætt hönnun hans og notagildi. Tímabundnar vafrakökur eru ekki tengdar auðkennanlegum persónuupplýsingum. 

Þú getur alltaf sett vafrakökum takmörk með valkostum í vafranum.

Réttindi þín

Samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni hefur þú ákveðin réttindi. 

Þú átt rétt á að fá aðgang og afrit af persónuupplýsingum um þig ásamt því að fá staðfest að unnið sé með persónuupplýsingar þínar. Þá áttu jafnframt rétt á því að leiðrétta og takmarka vinnslu gagna um þig. Þá getur þú farið fram á eyðingu gagna um þig. Hafir þú athugasemdir við vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig getur þú haft samband við okkur á netfangið andra@andrareykjavik.com og í síma 537-0770 eða lagt fram kvörtun til Persónuverndar.