
Ada earrings eru eyrnalokkar handgerðir úr steinleir og hrábrenndir við 980°C tvívegis.
Festing úr ryðfríu stáli og leðuról.
Klei atelier gefur út sína fyrstu skartgripalínu undir formerkjunum ,,Palladium’’.
Skartgripalínan samanstendur af eyrnalokkum og hálsmenum sem draga innblástur frá málmtegundinni Palladium sem er sjaldgæf gljáandi silfurmálmtegund sem var uppgötvuð árið 1803.
Skartgripirnir eru handmótaðir á vinnustofu í Reykjavík og eru tvíbrenndir í þeim tilgangi að þeir standist tímans tönn.